- Vel staðsett og hlýlegt gistiheimili með öllum helstu þægindum –

Gistiheimilið Súlur býður upp á gistingu í tveimur húsum, á góðum stað Akureyri.

Þórunnarstræti 93 er opið allt árið  og er einungis steinsnar frá hinni frábæru Sundlaug Akureyrar og perlu Akureyrar, Lystigarðinum.

Klettastígur 6 er opinn frá 1.júní til 15.ágúst og er staðsettur í fallegu hverfi stutt frá miðbæ Akureyrar og Glerártorgi verslunarmiðstöð.
Á báðum stöðum eru eldhús og þvottaaðstaða til afnota fyrir gesti og er aðstaðan einstaklega góð fyrir þá sem velja Akureyri sem dvalarstað um ferðarlag sitt á Norðurlandi.

Vinsamlegast athugið að móttaka allra gesta er að Þórunnarstræti 93.

Hafðu samband og við tökum hlýlega á móti þér í síma 863 1400 eða gulavillan@nett.is

 

 
Myndasöfn