Akureyri og afþreying

Akureyri er næststærsti þéttbýliskjarni utan höfuðborgarsvæðisins með 17.000 íbúa. Bærinn iðar af lífi allan ársins hring og er mikill menningar – og skólabær. Margt er í boði fyrir ferðamenn að skoða og njóta og má þar nefna Sundlaug Akureyrar,ein besta sundlaug landsins og Lystigarðinn, perlu Akureyrar. p. Í einungis 10 mínútna aksturs fjarlægð frá miðbæ Akureyrar er Hlíðarfjall - frábært skíðasvæði, eitt það besta á landinu. Á Akureyri er mikið í boði fyrir þá sem vilja njóta lista og menningar og má þá nefna Listagilið, Leikfélag Akureyrar og Menningarhúsið Hof. Einnig er mikið úrval veitingastaða, kaffihúsa og kráa. Ekki má gleyma fjölbreyttri verslun í miðbæ Akureyrar og á Glerártorgi.

Frá Akureyri er stutt að heimsækja vinsæla ferðamannastaði líkt og Goðafoss, Húsavík, Mývatn, Laufás, sjávarþorp Eyjafjarðar, Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð.

 

Áhugaverðir tenglar

 

www.visiticeland.com

www.visitakureyri.is

www.nordurland.is

www.visitnortheasticeland.is

www.visitskagafjordur.is

www.visitmyvatn.is

www.menningarhus.is

www.hlidarfjall.is

www.dagskrain.is

 


Myndasöfn