Klettastígur

Gistiheimilið Súlur að Klettastíg 6 er opið frá 1. júní til 15. ágúst. Þar eru í boði þrjár íbúðir. 
 
Í hverri íbúð eru:
- Tvö 2 manna herbergi og tvö 3 manna herbergi.
- Tvö baðherbergi
- Sameiginlegt eldhús
- Setustofa með sjónvarpi
- Þráðlaus háhraða nettenging
 
Tilvalið er fyrir fjölskyldur eða minni hópa að leigja saman 2 herbergi í íbúðinni og geta þau þá haft sér baðherbergi útaf fyrir sig. Upplagt fyrir 10 manna hópa að leigja eina íbúð enneinnig er hægt að kaupa gistingu í stökum herbergjum með sameiginlegri aðstöðu. Klettastígur er botnlangi út úr Þórunnarstræti rétt við Glerártorg í um 10 mínútna göngufæri frá miðbæ Akureyrar.
Gott aðgengi og leiksvæði fyrir börn og þvottaaðstaða. Vinsamlegast athugið að móttaka allra gesta er í Þórunnarstræti 93.  

Myndasöfn