Staðsetning

Leiðarlýsing - GPS punktur Þórunnarstrætis 65° 40,620'N, 18° 5,896'W,

 

Athugið að innritun er alltaf í Þórunnarstræti 93

 

Gatan Þórunnarstræti liggur eins og Eyjafjörðurinn sjálfur, frá suðri til norðurs. Gistiheimilið Þórunnarstræti 93 er staðsett á gatnamótum Þórunnarstrætis og Hrafngilsstrætis rétt við tjaldvæði Akureyrar og Sundlaug Akureyrar.

 Þegar ekið er inn í bæinn frá Reykjavík er Þórunnarstræti fyrsta gata til hægri eftir að ekið er framhjá Glerártorgi verslunarmiðstöð. Ekið er sem leið liggur framhjá Icelandair hótel og Sundlaug Akureyrar. Við erum á hægri hönd eftir að ekið er yfir gatnamót Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis og bílastæðið okkar er beint fyrir framan húsið.

Þegar komið er í bæinn að austan frá Mývatni (Egilstöðum) þá er best að beygja til hægri eftir að ekið er yfir Leirubrúna hjá N1 bensínstöð. Á fyrstu ljósum, við miðbæ, er beygt til vinstri og upp Kaupvangsstræti og beygt til vinstri á næstu ljósum við Sundlaug Akureyrar. Þar er haldið beint áfram og erum við á hægri hönd eftir að ekið er yfir gatnamót Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis og bílastæðið okkar er beint fyrir framan húsið.

 

 

 

 

 

 

 Myndasöfn