Þórunnarstræti

Gistiheimilið Súlur að Þórunnarstræti er opið allt árið. Gistiheimilið Súlur að Þórunnarstræti er í fallegu húsi í funkisstíl, byggt árið 1947 á mjög góðum stað á Akureyri.
Í boði er gisting í samtals 8 herbergjum á tveimur hæðum.
 
Á hvorri hæð eru:
  - Fjögur 1 – 4 mannaherbergi
·         - Sameiginleg snyrting
·         - Góð eldhúsaðstaða
 
Í hverju herbergi er:
·         - Sjónvarp
·         - Frí þráðlaus háhraða nettengin
 
Þvottaaðstaða er fyrir alla gesti, ásamt fríum bílastæðum beint fyrir framan húsið. Staðsetning er mjög góð, einungis í 10 mínútna göngufæri frá miðbæ Akureyrar. Sundlaug Akureyrar og Lystigarðurinn, perla Akureyrar, eru í innan við 300 metra fjarlægð og á horninu rétt hjá okkur er Tjaldsvæði Akureyrar og verslunin Strax sem er opin til kl. 23.00.
 
 
 
 

 
 
 

Myndasöfn